Land
Sími: 520 5310

Læra

Það að „læra" er lykilþáttur í öllu okkar starfi enda er það kjarninn í öllu skólastarfi. Okkar hlutverk er að þróa tæknilausnir og veita ráðgjöf sem hjálpar kennurum og skólastjórnendum við það sem skiptir máli þ.e. að stuðla að því að nemendur tileinki sér þá þekkingu, leikni og hæfni sem býr þá undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.

Fyrir kennara og nemendur
Með notkun á hinum ýmsu þáttum í Mentor fær kennarinn upplýsingar um stöðu og þarfir hvers og eins nemanda. Það gerir honum kleift að setja áhersluna á námið en ekki kennsluna og að mæta hverjum nemanda þar sem hann er staddur.