Land
Sími: 520 5310

Ávinningur

Við viljum stuðla að því að allir nemendur nái sínum markmiðum. Okkar leið er að bjóða upplýsinga- og námskerfi sem er í takt við nútíma tækni og breytta kennsluhætti. Auk þess tökum við virkan þátt í skólaþróun með því að bjóða upp á mikinn fjölda af fagnámskeiðum fyrir skólafólk auk þess að taka þátt í ráðstefnum, fundum og stefnumótun um menntamál.
Fyrir nemendur
"Ég sé hvar ég stend í náminu og það hjálpar mér að setja mér markmið. Hér get ég séð hvað ég veit sem hjálpar mér að finna út úr því sem ég veit ekki!" Nemandi í 7 bekkFyrir foreldra
"Við viljum styðja við nám barnanna okkar. Stundum er erfitt að sjá hvernig er hægt að hjálpa en aðgangur að einkunnum og mati á markmiðum hjálpar okkur að sjá styrkleika þeirra og það sem þarf að þjálfa betur." Foreldrar nemanda í 3 og 6 bekk


Fyrir kennara
Allt sem kennarar þurfa aðgengilegt á einum stað. Hönnun nýs kerfis tekur sérstaklega mið af því að auðvelda störf kennara alla daga. Þar er m.a. gert sérstaklega ráð fyrir svæði fyrir speglaða kennsluhætti auk þess sem kennarar geta skipts á verkefnum og nýtt sér þau sem og annað efni. 


Fyrir stjórnendur
Öflugt verkfæri fyrir kennara skólans og frábær yfirsýn og tölfræði fyrir stjórnendur. Kerfið er sveigjanlegt  og heftir okkur ekki í að vinna eftir okkar áherslum. Það er einfalt að þróa vitnisburðinn innan kerfissins því við höfum úr fjölda möguleika að velja.