Land
Sími: 520 5310

Fyrir foreldra

Þátttaka foreldra er mikilvæg

Til þess að geta stutt við nám barnsins þíns þarft þú að hafa greiðan aðgang að upplýsingum. Í Mentor kerfinu getur þú á einfaldan hátt fylgst með námi barnsins þíns, þar birtast einkunnir úr prófum og verkefnum, ástundun, verkefni sem þarf að vinna ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum. Þú getur tilkynnt um veikindi hjá barninu þínu og bókað tíma í foreldraviðtal. Á m.mentor.is getur þú skráð þig inn í gegnum símann þinn og fylgst með heimavinnu, tilkynningum og ástundun svo eitthvað sé nefnt. 

Verum meðvituð!
„Gagnkvæm og virk upplýsingamiðlun skapar traust milli foreldra og starfsfólks skóla. Með auknum kynnum foreldra af daglegu starfi aukast líkur á virkni foreldra. Aukin hlutdeild foreldra stuðlar að bættum námsárangri og líðan barna þeirra. Brýnt er að skólar gefi reglulegar og skýrar upplýsingar um skólastarfið" (Aðalnámskrá grunnskóla 2011).

Allir foreldrar skipta máli!
„Áhrif foreldra á námsárangur og almenna velferð barna þeirra í skólanum hefur svo oft verið staðfest að það er ekki lengur hægt að líta framhjá þeim" (Nanna Christiansen 2011).

Ekkert kemur í stað þess að hittast en oft getur verið erfitt að finna stað og stund sem hentar öllum aðilum. Því er nauðsynlegt að nýta sér tæknina til að gefa foreldrum betri innsýn í skólastarfið. Fyrir foreldra þýðir þetta að þeir hafa aðgang að öllum nauðsynlegum upplýsingum og geta unnið með skólanum barninu þeirra til hagsbóta með því að hafa: 

  • Innsýn í hvað er verið að kenna í skólanum og hvenær
  • Aðgang að efni til að styðja við nám barnsins
  • Þekkingu á námsmarkmiðum og viðmiðum um hæfni
  • Greiðan aðgang að upplýsingum frá skólanum s.s. fréttum og skóladagatali
  • Tæki til að geta miðlað upplýsingum til skólans