Land
Sími: 520 5310

Fyrir stjórnendur

Verkfæri sem styður við þróun faglegs starfs í skólanum

Fyrir þig sem skólastjórnanda nýtist Mentor fyrst og fremst í tímasparnaði og stuðningi við faglegt starf. Stjórnendur hafa allar skráningar á einum stað og því þarf ekki að uppfæra sömu upplýsingar á mörgum stöðum. Stjórnendur hafa aðgang að öllum gögnum og geta kallað fram ýmis konar tölfræðilegar upplýsingar sem nýtast við innra mat skólans.

Faglegt starf

  • Gott aðgengi foreldra að upplýsingum skilar árangri í skólastarfi
  • Hægt að nýta niðurstöður sem forsendur að áframhaldandi starfi
  • Skilvirkni Mentor sparar skólastjórum verðmætan tíma
  • Allir nemendur nái sínum markmiðum!

Ný aðalnámskrá - stuðningur við innleiðingu
Framundan er spennandi verkefni sem er að innleiða námsmat og áætlanagerð samkvæmt nýrri aðalnámskrá. Í nýrri kynslóð af Mentor verður stuðningur við nýjar leiðir í námsmati. Við erum að hanna öfluga námsmatseiningu þar sem kennarar geta metið hæfni og þekkingu út frá lykilhæfni og lokamati.