Land
Sími: 520 5310

Mentor sérfræðingur

Við höldum áfram að bjóða þeim sem vilja vera leiðandi í notkun nýja Mentors upp á sérstakt sérfræðinámskeið. Annars vegar er námskeiðið haldið í fjögur skipti, þ.e. þrjá tíma einu sinni í viku og hins vegar tvisvar sinnum í 5 tíma í einu. Farið er yfir alla möguleika kerfisins með sérstakri áherslu á námslotur, verkefni, námsmat og samskipti. Auk þess verður fjallað um tengingu við Google/Microsoft og aðrar áhugaverðar einingar s.s. kannanir, gagnvirk próf og námsmöppu. 
Námskeiðið er ætlað stjórnendum og öðrum sem vilja vera leiðandi í notkun Mentors innan síns skóla.

Námskeiðin eru haldin í húsakynnum Mentors, Fellsmúla 26.
Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er tíu og munu þeir fá sérstakt skírteini sem Mentor sérfræðingar að námskeiði loknu. Verð á einstakling er kr. 75.000.-

Námskeðum er lokið í bili en næstu námskeið verða auglýst í ágúst.