Land
Sími: 520 5310
Spurningar
Opnunartími skrifstofu

Mánudag - föstudag 08:30-16.00
Sími: 520 5310
Netfang: radgjafar@infomentor.is

Algengar spurningar frá nemendum og foreldrum

Ef þú finnur ekki svar þitt hér fyrir neðan sem varðar nemendur eða foreldra skaltu hafa samband við skrifstofu skólans og fá frekari aðstoð þar.

Ég hef gleymt lykilorðinu, hvernig fæ ég nýtt?
Þú þarft að hafa samband við skólann sem barnið þitt gengur í. Sem foreldri eða aðstandandi hefur þú aðgang að börnunum þínum á einum stað óháð skóla eða skólastigi. Hvert barn hefur síðan sitt eigið lykilorð og það geta aðstandendur útbúið handa þeim inni á sínum eigin aðgangi. Þegar nemendur skrá sig inn sjá þeir aðeins upplýsingar um sig.

Mér tekst ekki að skrá mig inn, af hverju?
Notandanafn og lykilorð þarf að vera nákvæmlega rétt skrifað. Lástafir og hástafir skipta máli og gæta þarf þess að ekki bætist við aukabil að framan eða aftan. Algengt er að stillt sé á „CapsLock“ eða hástafi á lyklaborðinu án þess að notendur veiti því athygli.

Ég er með flókið lykilorð sem ég vil breyta. Hvernig geri ég það?
Þegar þú hefur skráð þig inn sérðu nafnið þitt efst á síðunni til hægri, þar til hliðar er hægt að smella á hnappinn
- Breyta lykilorði -  Mundu að lykilorð þarf að innihalda bæði bókstafi og tölustafi og þarf að vera að lágmarki átta stafir.

Get ég skráð mig inn á Mentor í gegnum snjallsímann minn?
Já, þú ferð inn á "minn.mentor.is" og skráir þig inn eins og venjulega. Þú skalt endilega virkja PIN númerið þitt því þá verður innskráningin fljótlegri síðar meir. Þegar þú hefur skrá þig inn getur þú smellt á táknið sem er neðst á skjánum (mismunandi eftir tegundum) og  valið “Add to Home Screen”. Þá verður til tákn á skjáborðinu með InfoMentor tákninu og með því að smella það í framtíðinni ertu strax á innskráningarsíðu og þarft bara að slá inn 4 stafa PIN númer til að komast inn á Mentor.

Ég á fleiri en eitt barn í grunnskóla, hvernig veit ég hvaða gögn tilheyra hverju barni?
Venjan er að elsta barnið birtist efst á skjánum með öllum sínum almennu upplýsingum  en þegar verið er að skoða önnur gögn eins skóladagatal eða áætlanir er flettigluggi efst þar sem þú tilgreinar hvaða barn þú vilt skoða.

Eftir 40 mínútur er notandi skráður út úr kerfinu ef hann hefur ekki verið virkur. Hvað er hægt að gera til að forðast það?
Efst á skjánum, aftan við nafnið þitt sérðu fjölda mínútna sem þú getur verið óvirkur án þess að vera skráður út, alls 40 mínútur. Ef smellt er á örvahringinn hægra megin við klukkuna byrjar klukkan frá 40 mínútum og notandi getur unnið rólegur að t.d. leiðsagnarmati sem hann þarf góðan tíma í.

Ég get nálgast upplýsingar um nám barnanna minna frá fyrra skólaári?
Já, áætlanir, einkunnir og verkefnabækur geymast frá ári til árs. Aðeins þarf að velja í flettiglugga ákveðið ártal og þá birtast þessar upplýsingar.

Hverjir sjá upplýsingar um barnið mitt í Mentor?
Upplýsingar um hvert og eitt barn sjá þeir kennarar sem eru að kenna því og ákveðnir aðilar skólans sem skólastjórnendur hafa gefið aðgang. Aðrir nemendur eða foreldrar sjá engar upplýsingar um barnið nema heimilisfang og símanúmer í bekkjalistanum.

Er einhver hætta á því að upplýsingar um barnið mitt lendi í höndunum á óviðkomandi aðilum?
Mentor hefur lagt mikinn metnað í að þróa kerfið í samræmi við lög og reglur um persónuvernd. Lýsing á kerfinu var send til Persónuverndar og eins hefur lögfræðistofan Mandat unnið greiningu varðandi skráningu upplýsinga í grunnskólum og persónuverndarlögin. Öllum skólum gefst kostur á námskeiði varðandi skráningu upplýsinga og persónuvernd og leggjum við mikla áherslu á miðla þekkingu varðandi þessi efni til grunnskóla landsins.

Er gögnin örugg?
Já, gögnin eru öruggari í Mentor heldur en á pappír í skólatöskunni. Allar upplýsingar úr kerfinu eru dulkóðaðar á netinu eins og gert er í heimabanka og netþjónarnir sem hýsa gögnin eru vel varðir hjá viðurkenndum aðilum. Þú getur lagt þitt af mörkum til að viðhalda öryggi upplýsinga um barnið þitt með því að nota gott lykilorð  og halda því útaf fyrir þig.

Ég þarf að breyta netfanginu mínu í Mentor. Hvað þarf ég að gera?
Þegar þú ert skráður inn í kerfið sérðu flipann aðstandendur. Þar getur þú breytt upplýsingum eins og heimilisfangi, símanúmerum og netfangi. Athugaðu að þú getur aðeins breytt upplýsingum um sjálfan þig, aðrir aðstandendur þurfa að breyta sínum eigin upplýsingum og skólinn sér um að breyta upplýsingum um nemendur.

Er hægt að skrá fleiri en tvo aðstandendur hjá hverju barni?
Já, mögulegt er að skrá eins marga aðstandendur og þörf er á. Forráðamenn þurfa að veita skólanum upplýsingar um þá aðila og hve miklar upplýsingar þeir eiga að fá frá skólanum. Eiga þeir t.d. að hafa aðgang að barninu í Mentor, vera á netpóstlista skólans, netpóstlista foreldrafélags o.s.frv.