Land
Sími: 520 5310

Um Mentor

Mentor var stofnað árið 1990. Frá upphafi hefur fyrirtækið unnið með skólum og er því komið með rúmlega 20 ára reynslu af rekstri og þróun upplýsingakerfa. Á þessum árum hefur orðið mikil þróun og kerfið er notað af skólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum í nokkrum löndum. Mentor sameinaðist sænska fyrirtækinu P.O.D.B árið 2007. Á erlendum markaði notum við nafnið InfoMentor.

Fyrstu árin voru það eingöngu grunnskólar sem nýttu Mentor kerfið en árið 2001 kom fyrsta útgáfa fyrir leikskóla og sveitarfélög. Í dag er Mentor heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi.

Mentor er með starfstöðvar í fimm löndum. Auk höfuðstöðvanna á Íslandi er fyrirtækið með skrifstofu í Svíþjóð þar sem 23 starfsmenn vinna, fimm eru starfandi í Þýskalandi og Sviss og í Bretlandi starfa tíu starfsmenn. Á Íslandi starfa 23 starfsmenn. Samtals vinna rúmlega 20 forritarar, hönnuðir, kerfisgreinendur og prófarar að þróun kerfisins en þróunarteymin eru staðsett á Íslandi og í Exeter í Englandi.