Land
Sími: 520 5310

Heilsaðu starfsmönnum Mentors!

Andrea Andrea Kristín Gunnarsdóttir
Sérfræðingur
B.Ed frá KHÍ og diploma í mannauðsstjórnun

Andrea á að baki margra ára reynslu sem kennari bæði á Akureyri og í Mosfellsbæ. Hún æfir blak með starfsmönnum Landspítalans þrátt fyrir að vera búin að fara í aðgerð á báðum öxlum. Það er fátt sem stoppar hana þegar hún er komin af stað.

Netfang: andrea hjá infomentor.is

Audunn Auðunn Ragnarsson
Þróunarstjóri - CTO
B.S. í tölvunarfræði og Master of Project Management (MPM)

Auðunn stundum kallaður Tinni því hann þykir minna á þá sögufrægu teiknimyndapersónu, bæði í háttum og útliti. Hann hefur víðtæka starfsreynslu þrátt fyrir að hafa unnið hjá Mentor frá árinu 2000. Hann hefur starfað sem smiður, slökkviliðsmaður, kokkur, í snyrtivörubransanum auk forritunarstarfanna. Hann er úrræðagóður og kappsfullur og með lengsta starfsaldurinn hjá Mentor.

Netfang: audunn hjá infomentor.is

Ásgeir Úlfarsson
Tölvunarfræðingur
B.S. í tölvunarfræði og B.Ed. frá HÍ

Þessi hugljúfi drengur með risa röddina lumar á ýmsu.  Enginn forritari skilur betur starf kennarans en hann því hann starfaði sem kennari í tvö ár. Hann dúkkar einnig upp með lausnir á ótrúlegustu vandamálum í forritun og hreinlega elskar áskoranir.

Netfang: asgeir hjá infomentor.is

Bryndís Á. Böðvarsdóttir
Sérfræðingur
M.Ed. í Náms- og kennslufræði frá HÍ

Bryndís hefur verið búsett á Laugarvatni síðustu ár en þar hefur hún smitast af áhuga heimamanna á blaki og skokki en sumir hafa bent henni á að það séu einmitt íþróttir fyrir miðaldra fólk. Kannski er Bryndís orðin miðaldra?

Netfang: bryndis hjá infomentor.is

 

  Brynhildur Kjartansdóttir
Fjármálastjóri


Netfang: brynhildur hjá infomentor.is

Guðrún Eiríksdóttir
Þróunarstjóri
B.S. í tölvunarfræði

Gunna er sveitastelpa, nánar tiltekið úr Hrunamannahreppi og skellir sér á hestbak þegar tækifæri gefst til. Á sumrin spilar hún golf en á veturnar æfir hún blak með starfsmönnum Landspítalans og er þekkt fyrir smössin sín. Annars er hún heitur ÍR-ingur sérstaklega það sem snýr að handboltanum og þegar börnin eru komin inn á völlinn.

Netfang: gudrun hjá infomentor.is

Gudrun Guðrún Másdóttir
Tölvunarfræðingur
B.S. í tölvunarfræði

Guðrún hóf störf sem tölvunarfræðingur hjá Mentor árið 2010. Hún spilar á óbó með Sinfoníuhljómsveit áhugamanna og er einn af lykil leikmönnum blakliðsins HK-Wunderblak, nánar tiltekið kantsmassari. Golfferill Guðrúnar er á hraðri uppleið, þ.e. forgjöfin er á hraðri niðurleið.

Netfang: gudrunm hjá infomentor.is

Helgi Friðrik Guðmundsson
Tölvunarfræðingur
B.S. í tölvunarfræði

Helgi er eiginlega Lykla-Pétur fyrirtæksins því engin útgáfa fer í loftið án þess að hann hafi skoðað hana og samþykkt. Hann getur verið strangur við forritarana en það hefur margsannað sig að það er okkur öllum til góðs. 

Netfang: helgi hjá infomentor.is


Ingunn Sigurðardóttir
Bókari
Nemi í HÍ

Ingunn gætir þess að allir reikningar fari út á tilsettum tíma og að allar nótur séu á sínum stað. Hún er þó ekki öll þar sem hún er séð því hún stundar nám í HÍ við tannsmíði og mun væntanlega smíða góm í einhverja landsmenn þó síðar verði. 

Netfang: ingunn hjá infomentor.is

  Ívar Þór Steinarsson
Tölvunarfræðingur
B.S. í tölvunarfræði

Ívar er útgáfustjóri Mentors. Hann er Hríseyingur með sikileyskt blóð í æðum sem syndir eins og enginn sé morgundagurinn. Þessa dagana er hann að vinna í skriðsundinu og millitíminn lofar góðu.
Á sumrin kastar hann Folf diskum á Miklatúni með góðum hópi fólks. 


Netfang: ivar hjá infomentor.is

Karl Ragnar Juto
Tölvunarfræðingur
B.S. í tölvunarfræði

Raggi eins og hann er kallaður er einn reyndasti forritari fyrirtækisins. Þrátt fyrir að vera rólegur í fasi er hann einkar afkastamikill  og fjölhæfur. Hann er mikill íþróttagarpur og standast ekki margir honum snúning hvað varðar styrk og liðleika. 

Netfang: raggi hjá infomentor.is

Kristín Pétursdóttir
ForstjóriNetfang: kristin hjá infomentor.is

 

  Óðinn Þór Kjartansson
Viðmótshönnuður
B.A. í grafískri hönnun og M.Sc. í upplýsingaarkitektúr
 
Óðinn hóf störf hjá Mentor vorið 2015 og vinnur að því að gera upplifun notenda á Mentorkerfinu sem jákvæðasta. Þó mikið af frambærilegu íþróttafólki starfi hjá Mentor, er Óðinn eini heimsmeistarinn í hópnum og það í sjálfri þjóðaríþróttinni glímu. Það sæmdarheiti hlaut hann á víkingahátíð í Hróarskeldu við mikinn fögnuð heiðins mótorhjólagengis, sem ákallaði Óðinn af miklum móð.
 
Netfang: odinn hjá infomentor.is

  Óskar Jensson Fjeld
Tölvunarfræðingur
B.S. í tölvunarfræði
 
Óskar hóf störf  hjá Mentor haustið 2014 og er einstaklega jákvæður maður.  Hann er hálfur Norðmaður en framburðurinn ber þess engin merki. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpools eins og allir sannir fótboltaáhugamenn eru en sjálfur stundar hann sund og hjólreiðar.
 
Netfang: oskar hjá infomentor.is

 

Páll Viðar Jónsson
Tölvunarfræðingur
B.S. í tölvunarfræði

Palli eins og hann er jafnan kallaður er einstaklega ljúfur maður með léttan húmor.  Hann er allt í öllu í netþjónum og öðrum tölvubúnaði fyrirtækisins og er einkar liðlegur þegar hann er beðinn um að redda ótrúlegustu vandamálum á því sviði. Palli er borinn og barnfæddur Reykvíkingur en þar sem hann ólst að hluta upp í Bretlandi  leynist líka í honum dulítill breskur sjentilmaður.  Hann er mikill fjölskyldumaður, kann tökin á hestum og golfkylfum en hefur um árabil helgað TBR hreyfiþörf sína. 

Netfang: pall hjá infomentor.is

  Rósa AtladóttirNetfang: rosa hjá infomentor.is

Valtýr Jónasson
Tölvunarfræðingur
B.S. í tölvunarfræði

Auk þess sem Valtýr spilar fótbolta með „næstbesta“ utandeildarliði landsins er hann í trúarsöfnuðinum sem telur að Liverpool muni geta spilað fótbolta aftur. Hann er golfari með kylfurnar í smá hvíld á meðan frumburðurinn tekur fyrstu skrefin en mun svo án efa draga hann út á völl innan fárra ára.

Netfang: valtyr hjá infomentor.is

Vaka Óttarsdóttir
Vöruþróunarstjóri
B.Ed frá KHÍ og MA í mannauðsstjórnun

Eyfirðingurinn Vaka vinnur að megninu til á Akureyri en kemur þó reglulega til okkar suður. Þá svissar hún úr norðlenskunni yfir í sunnlensku eins og ekkert sé sjálfsagðara svo við dáumst að henni. Veltum því samt fyrir okkur hvar á leiðinni framburðurinn breytist?

Netfang: vaka hjá infomentor.is

Vilborg Einarsdóttir
Meðstofnandi og framkvæmdastjóri Mentors á Íslandi
B.Ed. frá KHÍ og M.S. í stjórnun og stefnumótun

Vilborg kemur úr Mýrdalnum sem hún telur einn fallegasta stað jarðar. Hún segist æfa blak með ÍS en skv. ástundunarlistanum er hún oft fjarverandi. Ástæðan er væntanlega sú að hún fer mikið til útlanda og þá gefst henni tækifæri til að fljúga yfir Mýrdalinn og dást að fegurð hans.

Netfang: vilborg hjá infomentor.is