InfoMentor Logo
Mentor kerfið auðveldar
kennurum að halda utan um hæfninám

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið. InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

Nýjustu fréttir frá InfoMentor
Facebook
Fréttir
YouTube

Í mola vikunnar bendum við á að kerfið okkar býður uppá innlestur úr aSc Timetable forritinu sem margir skólar nota til að útbúa stundatöflur. Þetta er þó einungis hægt ef skólar eru með greidda áskrift af aSc Timetables forritinu. Ef þið hafið áhuga á þessari lausn þá er hægt að nálgast nánari leiðbeiningar hjá okkur. 😃

Í næstu viku bjóðum við upp á fjarnámskeið fyrir nýja kennara eða þá sem hafa ekki notað Mentor kerfið mikið í starfi eða vilja rifja upp. Það er farið í helstu þættina sem gagnast kennaranum bæði hvað varðar samskipti við heimilin sem og námsmat og aðrar skráningar. Ef þú telur að þetta námskeið geti gagnast þér þá getur þú skráð þig á heimasíðunni okkar

Tíminn flýgur áfram og í þessum miðvikudagsmola minnum við stjórnendur á að nú er tímabært að byrja að skipuleggja næstkomandi skólaár. Við sendum ítarlegar leiðbeiningar til allra stjórnenda í tölvupósti. Eigið góðan dag! 😎

Moli vikunnar fjallar um kynningu nýjungum og önnur námskeið sem eru á döfinni hjá okkur. Þann 12. mars verður kynning á nýjungum í kerfinu og þann 18. mars verður námskeið ætlað þeim sem kennurum sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun á Mentorkerfinu og þeim sem vilja rifja upp grunnatriðin. Í apríl verða tvö námskeið, annars vegar um gerð vitnisburðarskírteina og hins vegar um uppsetningu á stundatöflum. 🤓 Hægt er að sjá nánari upplýsingar og skrá sig á heimasíðu InfoMentor eða í meðfylgjandi hlekk.

Moli vikunnar fjallar um SMS- sendingar í Mentorkerfinu sem finna má undir flipanum upplýsingaveita. Margir skólar nota SMS sendingar í kerfinu en skólastjórnendur stilla hvaða notendahópar geta sent SMS og á hvaða notendahópa á að senda boð. Þá geta skólastjórnendur einnig séð send SMS í stillingum. SMS sendingar eru þægilegur samskiptamáti fyrir stutt skilaboð til hópa. Það er skólum að kostnaðarlausu að setja upp SMS sendingar en greiða þarf fyrir SMS inneign.

lesa meira
Hafa samband

InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík

Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is

Infomentor

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

InfoMentor Logo White
© InfoMentor
2024
locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right