app, starfsmannaapp

Leita

Mentor kerfið auðveldar kennurum að halda utan um hæfninám

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið.

InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir

Skráning á haustnámskeið er hafin, sjá: https://www.infomentor.is/fraedsla/

Nú eru nemendur og kennarar komnir í sumarfrí og stjórnenda bíða líklega ýmis verkefni áður en þeirra frí hefst. Við viljum minna á að þjónustan okkar er að mestu opin í sumar fyrir utan að símaþjónusta lokar 8.-26. júlí en erindum sem berast í tölvupósti er svarað. Við hjá InfoMentor viljum nota tækifærið til að þakka fyrir samstarfið í vetur og vonum að þið eigið gott sumarfrí framundan. 🌞

Við viljum endilega minna á að hægt er að flytja afrit af vitnisburðarblöðum nemenda inn í Námsmöppur í Mentor á marga í einu með einni aðgerð. Það er gert með því að smella á heiti skjals t.d. "Vitnisburður 8. bekkur vor 2024", velja alla nemendur og smella á "FLYTJA ÚT/PRENTA. Þar er svo smellt á "flytja yfir í námsmöppu". Þannig fer vitnisburður nemenda í hópnum inn í námsmöppu hjá hverjum og einum. Allt sem sett er í námsmöppu vistast innan kerfisins og er aðeins opið þeim einstaklingum eða hópum sem færslan beinist að. Aðstandendur og nemendur geta svo alltaf nálgast þessar færslur undir "Mín mappa". 🙂

Nú eru skólar í óða önn að útskrifa nemendur úr 10. bekk og færa inn lokamat. Við minnum á að leiðbeiningar fyrir skólana er að finna í hjálpinni innan kerfisins. Lokaskil á einkunnum fyrir flutning yfir í umsóknarkerfi framhaldsskólans er kl 12:00 þann 7. júní en hægt er að hafa samband ef nauðsynlega þarf að gera lagfæringar eftir það. Annars óskum við hjá InfoMentor öllum nemendum sem eru að ljúka grunnskólagöngunni innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim alls hins besta í því sem öll taka sér fyrir hendur í framhaldinu! 🥳🇮🇸

Moli vikunnar er ætlaður aðstandendum og nemendum. 🙂 Á Minn Mentor, svæði nemenda og aðstandenda, er flís sem heitir Námsmat sem birtir námsmat frá skólanum. Á vorin er algengt að skólar LOKI tímabundið fyrir birtingu námsmats en OPNA það aftur eftir að kennara hafa lokið við að skrá lokamat í námsgreinum. Þannig að ef þú sem nemandi eða aðstandandi getur EKKI opnað námsmatsflísina þá er þetta skýringin 🙂 En ekki örvænta skólarnir munu opna á námsmatið þegar það er tilbúið!

Miðvikudagsmolinn er mættur! Nú eru flestir að vinna við að skrá námsmat fyrir vorið. Við viljum minna á að í handbókinni innan kerfisins er að finna leiðbeiningar bæði hvað varðar vitnisburð og útskrift 10. bekkinga ásamt vitnisburðarblöðum fyrir aðra árganga sem skólinn getur sett upp. Starfsfólk skóla sem er innskráð í Mentor kerfið nálgast handbækur og leiðbeiningar með því að smella á spurningamerkið efst í hægra horninu. Gangi ykkur sem allra best. 😎

fleiri facebook færslur
sumar

Fréttir í lok skólaárs

Þá er komið að lokum skólaársins í grunnskólum, nemendur hafa verið útskrifaðir og sumarleyfin framundan. Við hjá InfoMentor þökkum viðskiptavinum […]

uppfærsla

Kerfisuppfærsla 9. maí

Fimmtudaginn 9. maí, sem er almennur frídagur, verður unnið að kerfisuppfærslu í Mentorkerfinu. Þann dag verður kerfið með öllu óaðgengilegt […]

gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar!

Þá er að koma sumar og sólin að láta á sér kræla! Við hjá InfoMentor óskum viðskiptavinum og öllum notendum […]

Vorverkin í Mentor kerfinu og kynningar framundan

Við hjá InfoMentor höfum sent þeim skólum sem nota InfoMentor kerfið leiðbeiningar varðandi hvað þarf að gera í kerfinu til […]

Gleðilega páska!

Við starfsfólk InfoMentor óskum öllum gleðilegra páska og megið þið njóta vel um hátíðina.

Fréttir í mars

Helstu fréttir frá okkur hér hjá InfoMentor nú í mars er að við höfum uppfært heimasíðuna fyrir Karellen en hún […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down